Rekstur bæjarins á að skila 62,4 milljónum á næsta ári
Niðurstöður rekstrarreiknings fyrir A og B hluta verða samkvæmt fjárhagsáætlun Seltjarnarnesbæjar fyrir næsta ár kr. 62.457.025.- Fyrri umræða í bæjarstjórn var miðvikudaginn 12. nóvember sl.
Þá hefur bæjarstjórn Seltjarnarnesbæjar samþykkt að álagningarhlutfall útsvars verði 13,70% á tekjur á árinu 2020. Á fundi bæjarráðs í liðinni viku var gerð grein fyrir stöðu úttektar á stjórnsýslu, rekstri og fjárhag bæjarins. Vinna við greiningarkaflann um fjármálin er í gangi og viðtöl við sviðstjóra er nánast lokið.