Alliance húsið selt

Alliance húsið á Grandagarði.

Alliance húsið hefur verið selt. Reykjavíkurborg hefur selt félaginu Alliance þróunarfélagi húsið sem er við Grandagarð 2 á 900 milljónir króna. 

Alliance þróunarfélag varð hlutskarpast í auglýstu samkeppnisferli þar sem kaupverð hafði 50% vægi á móti hugmyndafræði, hönnun og samráði við nærumhverfi. Tilboð Alliance þróunarfélags var metið áhugaverðast út frá bæði verði og hugmyndum um starfsemi og þróun á reitnum. Húsið er selt með leigusamningum, en þar er nú starfrækt Sögusafnið og veitingastaðurinn Matur og drykkur auk þess sem listamenn hafa aðstöðu á efri hæðinni. Reykjavíkurborg keypti húsið árið 2012 og var húsið lagað að utan í framhaldinu en ytra byrði þess er friðað.

You may also like...