Vel heppnuð dagskrá í Austurbergi
Sameiginleg dagskrá fyrir 10. bekkinga í Breiðholtinu var haldin í Íþróttahúsinu Austurbergi 17. janúar sl. Um samstarfsverkefni allra grunnskóla og félagsmiðstöðva í Breiðholtinu var að ræða með aðkomu ÍR, lögreglunnar og Þjónustumiðstöðvar Breiðholts.
Pálmar Ragnarsson körfuboltaþjálfari var með fyrirlestur um jákvæð samskipti og fjallaði á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum. Logi Vígþórsson kennari stýrði síðan dansi og hópefli og dagskráin endaði að lokum með pizzuveislu. Einstaklega vel heppnaður dagur og nemendur voru til fyrirmyndar og skólanum sínum til sóma.