Borgarlína mun stoppa við Háskólann í Reykjavík

Ein stoppistöðva borgarlínunar verður við Háskólann í Reykjavík.

Borgarráð hefur samþykkt drög að samningi við Háskólann í Reykjavík um uppsetningu stoppistöðvar fyrir borgarlínu við skólann. Gert er ráð fyrir að borgarlína liggi frá Kópavogi yfir fyrirhugaða Fossvogsbrú síðan framhjá Háskólanum í Reykjavík og þaðan eftir Nauthólsvegi að samgöngumiðstöð sem rísa mun á BSÍreitnum. Stoppistöðin við HR verður yfirbyggð og staðsett á lóðinni Menntasveig 8 vestan við aðalbyggingu HR.

Gert er ráð fyrir að þriðji áfangi borgarlínu, áfanginn frá Mjódd að BSÍ muni koma til framkvæmda árið 2024 og ljúki 2026. Gert er ráð fyrir að ný Umferðamiðstöð taki að hluta við því hlutverki sem Hlemmtorg hefur gegnt þótt áfram verði skiptistöð á Hlemmi. Gert er ráð fyrir að ný umferðarmiðstöð muni þjóna auk þess að vera stoppistöð fyrir Borgarlínuna að vera skiptistöð fyrir rútur utan af landsbyggðinni. Gert er ráð fyrir að góðar og öflugar hjólaleigur og deilibílar verði á staðnum og jafnvel rafskútur.

You may also like...