Fækkar innan Hringbrautar

Melaskólinn í Vesturbænum. Knýjandi er að auka við rými Melaskóla. Yngra fólk sækir í Vesturbæinn.

Lítils háttar fækkun íbúa hefur orðið innan Hringbrautar. Íbúafækkun milli ára í rótgrónum hverfum heyrir þó til undantekninga en fækkun getur verið viðbúin vegna hinnar almennu langtímaþróunar um fækkun í heimili. Það er einkum í eldri úthverfum, austan Elliðaáa, sem greina má fækkun milli ára. Undantekningin frá þessu er í Efra-Breiðholti en þar er óvenju mikil fjölgun.

Fækkun íbúa á svæðinu innan Hringbrautar er aðeins lítilsháttar, 0,07% í Gamla Vesturbænum en 0,34% í Austurbænum. Það er athyglisvert í ljósi þess að margar íbúðir hafa verið nýttar til útleigu ferðamanna en nýbyggðum íbúðum á svæðinu, sem teknar hafa verið í notkun vega mögulega á móti áhrifum skammtímaleigunnar fjölgar óverulega milli ára. 

You may also like...