Bráðskemmtilegt Mýróball

Flottar konur á góðum aldri voru einkennandi á Mýróballinu.

Mýróball var haldi í félagsheimilinu á Seltjarnarnesi þann 8. febrúar sl. Þar komu saman nemendur úr Mýrarhúsaskóla úr árgöngum 1947 til 1957 og skemmtu sér og rifjuðu upp gamla daga. Allt að 150 manns mætti á ballið

Boðið var upp á fordrykk við komuna og svo var mjög góður pinnamatur í boði fram eftir kvöldi. Stefán Halldórsson úr árgangi 1949 var veislustjóri. Haldnar voru ræður frá ýmsum árgöngum og svo var dansað fram á miðnætti. Hljómsveitin sem lék fyrir dansi lék gömlu og góðu löginn t.d. lög Bítlana og Rolling Stones.

You may also like...