Uppskeruhátíð Sumarlesturs

Vinningshafar í sumarlestri með Gunnari Helgasyni rithöfundi og Sæunni barnabókavarðar á Seltjarnarnesi.

Uppskeruhátíð Sumarlesturs fór fram á bókasafninu í um miðjan september en Sumarlesturinn er átaksverkefni sem hvetur börn að lesa sem mest yfir sumarmánuðina. Sumarlesturinn gekk einstaklega vel í sumar en yfir 100 börn tóku virkan þátt og alla föstudaga voru veitt verðlaun. 

Nýlega fengu þátttakendur sem mest lásu svo sínar viðurkenningar. Gunnar Helgason rithöfundur tók þátt í uppskeruhátíðinni, spjallaði og las upp úr bókum sínum sem og aðstoðaði hann Sæunni barnabókavörð við verðlaunaafhendinguna en fjöldi barna fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur eins og sjá má á myndum frá hátíðinni á FB síðu bókasafnsins.

You may also like...