Farið í deiliskipulag vegna nýs leikskóla

Skipulags- og umferðarnefnd Seltjarnarness telur að ekki þurfi að breyta aðalskipulagi bæjarins við hönnun á nýjum leikskóla.
Bæjarstjóri hefur lagt til að farið verði í vinnu við gerð deiliskipulags og að Andrúm arkitektar verði fengnir til að vinna verkið. Bæjarráð samþykkir að vinna við deiliskipulag verði sett í gang strax.