Malbikað í Breiðholti í sumar

Unnið við malbikun í Reykjavík.

Arnarbakki, Álfabakki, Árskógar, Hjallasel og Hólaberg eru á meðal þeirra gatna sem áformað er að malbika á komandi sumri.

Alls er áætlað að malbika götur fyrir tæpan milljarð í sumar. Bæði er um að ræða malbikun yfirlaga en einnig endurnýjun með fræsingu og malbikun. Vegalangt þar em malbikun er fyrirhuguð er um 20,2 kílómetrar. Að auki verður unnið við hefðbundnar malbiksviðgerðir og er kostnaður við þær áætlaður um 207 milljónir króna. Áætluð upphæð malbikunarframkvæmda 2020 er því alls 991 milljónir króna. Framkvæmdir ársins 2020 eru í samræmi við átaksáætlun um endurnýjun á malbiki á götum Reykjavíkur sem hófst árið 2018. Á árunum 2018 til 2022 verður um 6200 milljónum króna varið til  endurnýjunar á malbiki í borginni.

You may also like...