Skeiðönd á Bakkatjörn

Litríka skeiðöndin á sundi á Bakkatjörn á dögunum.

Þessi skeiðönd var á sundi á Bakkatjörn fyrir skömmu. Skeiðönd er ein sjaldgæfasta öndin sem verpir nú reglulega hér á landi en var áður þekkt sem sjaldgæfur flækingsfugl. 

Áhugaverðar upplýsingar um Skeiðöndina er að finna á Fuglavef Menntamálastofnunar sem er alhliða fræðsluvefur um íslenska fugla, útlit þeirra, rödd, hegðun, búsvæðaval, farhætti, varphætti o.fl. Þar má jafnframt finna ýmsan fróðleik um fugla og fuglaskoðun. Áhugasamir íbúar um fuglalífið hér á Nesinu eru hvattir til að fylgjast með hvort Skeiðöndin ætlar að halda sig hér í sumar.

You may also like...