Shkelzen, Quyen Tu Nguyen og Sólbjörg á meðal verðlaunahafa

Nemendaverðlaun skóla og frístundaráðs

Allur hópurinn sem hlaut nemendaverðlaun skóla og frístundaráðs að þessu sinni.

Shkelzen Veseli nemandi í 10. bekk Fellaskóla hlaut Nemendaverðlaunum Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Shkelzen var tilnefndur fyrir framúrskarandi árangur í íþróttum, leiðtogahæfileika og félagshæfni. Sólbjörg Björnsdóttir úr Hólabrekkuskóla var tilnefnd fyrir listræna hæfileika og einstaka danshæfileika, en dansatriði hennar hafa verið stór hluti af Skrekks atriðum Hólabrekkuskóla síðastliðin þrjú ár. Quyen Tu Nguyen í 8. bekk. Ölduselsskóla hlaut einnig verðlaun ráðsins.

Alls bárust 31 tilnefning að þessu sinni, frá grunnskólum í Reykjavík, um nemendur sem skara fram úr í námi, félagsfærni, virkni í félagsstarfi eða hafa sýnt frábæra frammistöðu á tilteknu sviði skólastarfs. Verðlaunahafarnir í ár voru allt frá nemendum í öðrum bekk upp í nemendur í tíunda bekk. Sú hefð hefur skapast að veita verðlaunahöfum bókarverðlaun og hafa þær bækur sem hlotið hafa Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar eða verið tilnefndar, það árið yfirleitt orðið fyrir valinu. Í ár hlutu þrjár bækur barnabókaverðlaunin. Yngstu verðlaunahafarnir fengu bókina Vigdís, bókin um fyrsta konuforsetann eftir Rán Flygenring. Nemendur í 7. bekk fengu bókina Kjarval málarinn sem fór sínar eigin leiðir eftir Margréti Tryggvadóttur. Nemendur í 8. og 10. bekk fengu ýmist bókina Nornin eftir Hildi Knútsdóttur eða Villueyjar eftir Ragnhildi Hólm.

Shkelzen Veseli tekur við viðurkenningu úr hendi Skúla Helgasonar, formanni skóla- og frístundaráðs.

You may also like...