Félagsheimilið endurbætt
Endurbætur og viðhaldsframkvæmdir eru að hefjast á Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi og verður húsið lokað á meðan þær standa yfir. Athugað verður með nýtt rekstrarform áður en húsið opnar að nýju.
Menningarnefnd fagnar því að búið sé að ákveða að fara í viðhaldsframkvæmdir á Félagsheimili bæjarins. Hvatt er til þess að einnig verði haft samráð við fagaðila í menningarmálum varðandi framkvæmdina s.s. lista- og tæknifólk.
Félagsheimilið var formlega tekið í notkun 20. mars 1971. Sigurður Kr. Árnason byggingameistari byggið félagsheimilið og einnig íþróttahúsið á Nesinu. Starfsemin þess hefur verið margvísleg í gegnum tíðina. Þar hafa menn glaðst á árshátíðum, þar hafa leiksýningar verið settar á svið kórar og kórar komið fram. Svo nokkurs sé getið.