Tískusýning lokaársnema fata- og textílbrautar FB

Nemendur á Fata- og textílbraut FB tóku þátt í tískusýningu á vegum Unglistar sem var rafræn í ár. Nemendur sýndu myndbrot af hönnun sinni, sem voru sett saman í eitt myndband. 

Á tískusýningunni gafst upprennandi hönnuðum gott tækifæri til að koma sér á framfæri. Um það bil 20 nemendur  úr FB og Tækniskólanum sýndu hönnun sína í myndbandinu. Sjá má afrakstur nemenda okkar á Facebook síðu skólans og Instagram skólans fbskoli. 

Flíkur eftir Serenu Kristínu. 

You may also like...