Gangbraut og gönguljós flutt

Unnið við flutninginn við Eiðistorgið.

Nú standa yfir framkvæmdir við Nesveg og Eiðistorg. Um er að ræða flutning á gangbraut og gönguljósum. 

Þetta er lokahnykkurinn í þeirri framkvæmd að gera gönguleiðir um og við Eiðistorgið og Nesveginn öruggari fyrir skólabörn og aðra gangandi vegfarendur. Breytingarnar hafa komið vel út og klárast verkið fyrr en síðar.

You may also like...