Borgin hefur stofnað stýrihóp um framtíð dalsins

– Enn deilt um Elliðaárlón –

Elliðaárstífla á meðan var vatn í lóninu.

Orkuveita Reykjavíkur telur að ekki koma til að svo stöddu að verða við kröfum sem fram hafa komið um að endurskoða ákvörðun um að Árbæjarlón verði ekki fyllt framar. Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík segir hins vegar gert ráð fyrir lóninu áfram á svæðinu. 

Deilur hafa staðið um þessa ákvörðun Orkuveitunnar þar sem komið hefur fram í máli þeirra sem vilja vatn í lónið að nýju að ólöglega hafi verið staðið að tæmingu þess. Þá hefur einnig verið kvartað yfir því að ekki hafi verið haft samráð við íbúa á svæðinu áður en tappinn var tekinn úr því. Málið má rekja aftur til þess að ákveðið var að hætta rekstri Eliðaárstöðvar í desember 2019. Við þá ákvörðun féllu heimildir veitunnar til að reka lón úr gildi og bar veitunni skylda til þess að tæma það. Skipulagsstofnun bendir á að standi til að gera varanlega breytingu á lóninu með varanlegri opnun fyrir rennsli í gegn um stíflu þurfi að gera grein fyrir því og umhverfisáhrifum þess í deiliskipulaginu. Sjálf stíflan er friðuð og því ekki að svo komnu unnt að fjarlægja hana. Málið er ekki einfalt. Í greinargerð Skipulagsstofnunar kemur fram að Árbæjarlón sé eitt helsta sérkenni svæðisins. Í deiliskipulagi sé gert ráð fyrir að lónið verði áfram á svæðinu. Stýrihópur hefur verið stofnaður hjá Reykjavíkurborg með fulltrúum íbúa í Árbæ og Breiðholti, Reykjavíkurborgar og Orkuveitu Reykjavíkur. Hlutverk hópsins sé að leggja fram tillögur um hvernig best sé að skila dalnum nú þegar lónið hafi verið tæmt og vinnslu rafmagns hætt. Stýrihópnum ber að horfa til Elliðaárdals í heild sinni. Honum ber að taka tillit til verndunar laxastofnsins í ánum, en einnig til fuglalífs og annarrar náttúru og mannlífs.

You may also like...