Fimm einbýlishúsalóðir til sölu við Steinavör

– og ein einbýlishúsalóð við Hrólfsskálavör –

Á myndinni má sjá yfir auða svæðið við Steinavör þar sem þessar lóðir eru.

Fimm einbýlishúsalóðir við Steinavör þar af tvær sjávarlóðir og einbýlishúsalóð við Hrólfsskálavör 1 á Seltjarnarnesi verða auglýstar til sölu nú um mánaðarmótin. 

Þetta svæði hefur verið að mestu leyti óbyggt en lóðirnar voru í eigu Sigurðar Péturssonar menntaskólakennara sem bjó í gráa húsinu við Steinavör og lést á liðnu ári. Sigurður var sonur Péturs Sigurðssonar sjóliðsforingja og fyrrverandi forstjóra Landhelgisgæslunnar. Sé litið til verðmætis sjávarlóða má nær öruggt telja að um einhverjar verðmætustu lóðir hér á landi sé að ræða. Fasteignasalan Trausti mun sjá um söluna á þessum lóðum.

You may also like...