Messíana með sýningu í Gallerí Grótta

Messíana Tómasdóttir opnaði sýningu sína ERKITÝPUR OG VÆNGJAÐAR VERUR í Gallerí Gróttu, 17. febrúar sl. Verkin samanstanda af 18 textílverkum af vængjuðum verum og 16 erkitýpum, bæði sem veggskúlptúrum og leikbrúðum.

Alla laugardaga kl. 13 flytur Messíana Halla Kristinsdóttir sópran tónverk, sem tileinkað er Erkitýpunum, eftir Rory Murphy við exta Oddnýjar Eir Ævarsdóttur. Börn eru sérstaklega velkomin á sýninguna með fullorðnum en þar er að finna leikbrúður eftir Messíönu sem börnum er velkomið að leika sér að meðan þau skoða sýninguna. Opið virka daga 10-18:30, föstudaga 10-17 og laugardaga kl. 11-14. Sýningin stendur til 19. mars.

Myndir eru frá sýningaropnunni.

You may also like...