Salirnir áfram í Sögu

Þessi mynd var tekinn þegar miklar endurbætur voru unnar á Súlnasalnum í Bændahöllinni fyrir nokkru.
Mynd: Bændablaðið.

Nú standa yfir flutningar á innbúi Hótel Sögu úr Bændahöllinni eftir að Háskóli Íslands, Fé­lags­stofn­un stúd­enta og ríkið undirrituðu samning um kaup á húsinu við Hagatorg. Rekstri var hætt í nóv­em­ber 2020 en samn­ingaviðræður um sölu á fast­eign­inni stóðu yfir lengi.  

Margir velta fyrir sér hvernig samkomusalir í húsinu verði nýttir en margir eiga margar og góðar minningar þaðan, hvort sem var í Súlnasal, Sunnusal, Grillinu á efstu hæð eða á Mímisbar. Óstaðfestar fregnir herma að ætlunin sé að halda samkomusölunum sem mestu óbreyttum enda fyrir mörgum um sögulegar minjar að ræða. Veitingaaðstaða verði opnuð í Grillinu, hugsanlega á jarðhæð og að Súlnasalurinn verði áfram í sinni upprunalegu mynd. Vinsæll veitingastaður er rekinn á vegum Félagsmiðstöðvar stúdenta í húsnæði háskólans sem kallast Stúdentakjallarinn. Spurning er um hvort starfsemi hans verður flutt yfir í Sögu.

You may also like...