Vinnustofur opnaðar í Hafnarhúsinu
Opnaðar hafa verið nýjar vinnustofur í Hafnarhúsinu þar sem listamenn og frumkvöðlar geta leigt húsnæði undir ýmiss konar starfsemi og sköpun. Tíu manna hópur úr viðskipta- og listageiranum stendur að verkefninu, sem nefnist Hafnarhaus og starfrækt verður á tveimur hæðum hússins næstu árin.
Alls er rýmið um þrjú þúsund fermetrar. Stefnt er að halda leiguverði í lágmarki en lagt er upp með að fermetrinn kosti 2.500 krónur á mánuði, auk 5.000 króna mánaðarlegs áskriftargjalds. Leiga á um tólf fermetra vinnustofu myndi þannig kosta 35.000 krónur á mánuði. Vinnustofurnar eru mismunandi að stærð en margar þeirra eru um það bil um 12 fermetrar. Frumkvöðull að þessu verkefni er Haraldur Þorleifsson sá sami og staðið hefur að baki samfélagsverkefninu að byggja rampa við hina ýmsu stað í Reykjavík til þess að auðvelda aðgengi fólks sem notar hjólastóla. Auk hans samanstendur tíu manna hópurinn að verkefninu. Þar á meðal Ragnari Kjartanssyni listamanni, Elísabetu Ronaldsdóttur klippara, Davíð Helgasyni fjárfesti og Magneu Einarsdóttur fatahönnuði. Umsóknir um vinnustofurnar fara fyrir fimm manna nefnd skipaða fulltrúum Reykjavíkurborgar og stjórn Hafnarhaus.