Bæjarstjóri fundaði með Katrínu

Katrín Eyvinds ásamt Þór Sigurgeirssyni bæjarstjóra

Í byrjun september barst Þór Sigurgeirssyni bæjar­stjóra fallegt og áhugavert bréf frá ungum Seltirningi, Katrínu Eyvinds nema í Mýrarhúsaskóla. Eins og sjá má í bréfinu sem birt er með heimild hennar og foreldra hennar er Katrínu umhugað um að sett verði fleiri leiktæki á skólalóðina fyrir alla nemendur skólans.

Bæjarstjóri brást skjótt við erindinu og bauð Katrínu á fund til sín til að ræða málin nánar. Katrín kom ásamt móður sinni á fund í síðustu viku þar sem Katrín og bæjarstjóri spjölluðu saman í dágóða stund auk þess sem hann fékk hugmyndir að leiktækjum sem hún og skólafélagar hennar vilja helst fá á skólalóðina. Bæjarstjóri lofaði að unnið væri í því að fjölga leiktækjum og bæta skólalóðina eins fljótt og hægt væri, auk þess að segja Katrínu frá einu nýju leiktæki sem væri verið að fara að setja upp á næstu dögum, sem hún var ánægð að heyra og hlakkar til að prófa.

You may also like...