Seltjörn til sölu

Hjúkrunarheimilið Seltjörn á Seltjarnarnesi.

Fjármálaráðuneytið hefur heimilað Seltjarnarnesbæ að kanna möguleika á sölu fasteignarinnar við Safnatröð sem hýsir hjúkrunarheimilið Seltjörn. Verði af sölu heimilisins mun leigusamningur við ríkið færast á nýjan aðila við sölu þess.  

Fjöldi hjúkrunarheimila var reistur í sveitarfélögum á undanförnum árum. Ástæður þess voru einkum að bæta aðbúnað og þjónustu við aldraða. Rekstur þessara heimila reyndist mörgum sveitarfélögum ofviða og hafa sum þerra gengið til baka til ríkisins eða verið seld rekstraraðilum eins og ætlunin er að gera á Seltjarnarnesi.

You may also like...