Fjölmennur aðalfundur Betra Breiðholts
Íbúasamtökin Betra Breiðholt héldu aðalfund 12. nóvember síðastliðinn í Gerðubergi. Samtökin voru stofnuð 28. september 2006 og eru því orðin átta ára.
Í upphafi fundar setti Helgi Kristófersson formaður fundinn og stakk Helgi upp á Óskari Dýrmundi Ólafssyni sem fundarstjóra og var það samþykkt með lófaklappi. Síðan tóku við venjuleg aðalfundarstörf og gengu þau fljótt og vel fyrir sig. Helgi fór yfir rekstur ársins og baráttumál síðustu ár s.s. Göngubrú yfir Breiðholtsbraut – frá Seljahverfi yfir í Fellahverfi, Gatnamót Breiðholtsbrautar og Bústaðavegar, göngustígar í Breiðholti, skíðalyfta er komin í lag og ætti ekki að vera vandamál að setja hana í gang þegar fyrsti snjór kemur, hann gerði að umtalsefni listaverk í Breiðholti og þá jákvæðni sem fylgir Breiðholtinu nú.
Því næst fór Magnús Gunnarsson gjaldkeri ÍBB yfir reikninga ársins. Stjórnarkjör gekk fljótt fyrir sig. Að því loknu voru afhentar gjafir til bókasafna skóla í Breiðholtinu og jafnframt fengu leikskólar gjafir. Skólar hverfisins eru sex og þeir fengu að gjöf bókina Lífríki Íslands sem er mjög vegleg og mikil bók. Jafnframt fengu þeir músarmottur sem eru framleiddar í Múlalundi. Það kom fram að í öllum skólum hverfisins vantaði þessa bók og jafnframt hafði komið fram að mikill skortur væri á músamottum. Skólarnir eru Breiðholtsskóli, Fellaskóli, Hólabrekkuskóli, Seljaskóli, Ölduselsskóli og Fjölbrautarskólinn. Leikskólarnir eru í 14 húsum og fékk hvert hús gjafabréf frá Krumma sem er verslun í Grafarvogi en við þessa verslun eiga allir leikskólarnir viðskipti. Gjafabréfin eru að upphæð 10.000 krónur hvert og jafnframt fengu forráðamenn þeirra leikskóla sem komu á fundinn pecs möppu sem er framleidd í Múlalundi. Pecs mappa er notuð til að auðvelda börnum sem eiga í samskiptaörðuleikum samskipti við aðra. Jafnframt fengu þeir músamottu.
Margt að gerast í Breiðholti
Næstur var gestur kvöldsins, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri en hann fór yfir málefni hverfisins og var þar víða komið við. Hann fór yfir mörg verkefni sem hafa verið í gangi í hverfinu og nefndi sem dæmi um jákvæða hluti eins og listaverk í hverfinu. Hann minnist á Fellastíg og samvinnuverkefnið vegna hans – unnið með nemendum. Skólalóðir – Hólabrekkuskóli – Fellaskóli – Seljaskóli – Breiðholtsskóli – Ölduselsskóli. Breiðholtið stærsta listasafn landsins – gaflar blokka notaðir. Myndir af máluðum undurgöngum sem málaðar voru af nemendum – FB fremstur framhaldsskóla í listageiranum – hlutfallslega flestir sem komast í listaháskólann eru úr FB. Það eru mörg flott útilistaverk í Seljahverfi – mikil list í Breiðholti og meðal annars eitt framsæknasta hljóðver landsins. Í Breiðholti eru um 100 leiksvæði og kannski helst til of mörg þar sem öllum þarf að halda við og endurnýja. Frisbívöllur í Elliðaárdal. Fyrirhuguð líkamsræktarstöð við Sundlaug í Efra Breiðholti. Samningur um nýjan frjálsíþróttavöll ÍR svæði á næstu árum – en ekki er komið á skipulag en er í samningum. Stærsta frjálsíþróttadeild í Evrópu. Afrek Leiknis að komast í úrvaldsdeild. Komið er nýtt gólf í Austurberg – en ÍR sér um rekstur tveggja íþróttahúsa í Breiðholti. Hann minntist á Breiðholtsverkefni með ráðningu hverfisstjóra og með öllum stofnunum og fyrirtækjum hverfisins. Gerðuberg og miklar framkvæmdir þar. FabLab verkefni í anda og þróað af MIT í Fellagörðum. Íbúðir í KRON og Nýlistasafnið.
Spurt um framkvæmdir við Breiðholtsskóla
Eftir þetta gátu íbúar komið með spurningar til Borgarstjóra og komu þá fram mörg málefni sem liggja á íbúum og var reynt að fá svar við sem flestum spurningum en þau svör sem ekki komu verða sett inn á Facebook síðu Íbúasamtakanna. Spurt var t.d. um framkvæmdir við Breiðholtsskóla en það hefur dregist fram úr hófi og er beðið eftir því að viðbygging verði byggð því eins og staðan er nú þá eru sex stofur í skúrum í kringum skólann. Degi var afhent þau erindi sem send hafi verið inn vegna ástandsins í Breiðholtsskóla en foreldrafélag skólans hefur lagt mikla vinnu í þetta mál.
Um 80 manns á fundi
Að lokum vill formaður ÍBB þakka fyrir frábæran fund og góða þátttöku íbúa en það komu um 80 manns. Það var boðið upp á kaffi og bakkelsi og rétt að þakka starfsfólki Gerðubergs fyrir alla aðstoðina. Þessir fundir eru mjög hentugir fyrir fólk sem vill koma með umfjöllun um það sem er jákvætt eða það sem betur má fara í hverfinu. Helgi vill hvetja fólk til að koma á þessa fundi því þar gefst tækifæri á að koma sínu á framfæri. Stjórn Íbúasamtakanna vill þakka fyrir ánægjulegt ár og óskar íbúum í Breiðholti alls hins best á nýju ári og vonandi komum við sem flestu góðu í gegn.