Réttindaskólar og Réttindafrístund í Vesturbænum
Skrifað var undir samning um að Grandaskóli, Hagaskóli, Melaskóli, Vesturbæjarskóli og frístundamiðstöðin Tjörnin verði Réttindaskólar og Réttindafrístund. Samningurinn var undirritaður í Hagaskóla á Alþjóðadegi barna.
Samningurinn þýðir að ákvæði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna er grundvöllur alls skóla- og frístundastarfs og að nemendur eru meðvituð um réttindi sín alla daga. Verkefnið er samstarf Réttindaskóla og UNICEF á Íslandi en skólar og starfsstöðvar á vettvangi frítímans innleiða hugmyndafræði Réttindaskóla, sem UNICEF hefur þróað. Skólar og frístund samþykkja að nota sáttmálann sem viðmið í starfi sínu og að forsendur sáttmálans séu leiðarstef í starfsemi þeirra. Barnasáttmálinn er þannig nýttur sem gæðastjórnunarverkfæri í stefnumótun og þjónustu með tilliti til barna og réttinda þeirra.