Verða 102 íbúðir byggðar við Seljaveg 2 í stað hótels
Sótt hefur verið um leyfi til að byggja fjölbýlishús á sex hæðum, á reitum S4-S8, eða samtals 102 íbúðir, verslunar- og þjónusturými á 1. hæð og bíla- og geymslukjallara á lóð nr. 2 við Seljaveg. Erindi til borgarinnar fylgdi greinargerð Mannvits um hljóðvist frá 25. ágúst 2020, lóðauppdráttur frá 19. ágúst 2019, hæðablað frá 4. mars 2020 og forteikningar hönnuða frá 25. ágúst 2020.
Það eru Centra Eignstýring sem er í eigu Gísla Reynissonar og Grandi íbúðarfélag sem er í 70% eigu Daníels Helgasonar og Sigurðar Hrafns Kiernan sem sent hafa erindi til byggingafulltrúans í Reykjavík um fyrirhugaðar framkvæmdir,
Í frétt í Viðskiptablaðinu á sínum kom fram að Ólafur Ólafsson kenndur við Samskip hafi keypti lóðina og látið hefja framkvæmdir við risahótel. Nú virðist stefnt að íbúðabyggð á svæðinu í stað hótelbyggingar.