Breiðholt Festival verður 11. júní

Fjölbreytt tónlistaratriði hafa sett svip á Breiðholt Festival.

Breiðholt Festival hátíðin verður haldin með pompi og prakt sunnudaginn 11. júní. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin, en hún hefur hlotið frábærar viðtökur og góða umfjöllun í fjölmiðlum. Dagskráin fer aðallega fram í skúlptúrgarði Hallsteins Sigurðssonar við Ystasel 37, en teygir sig einnig víða um Seljadalinn. Viðburðir fara meðal annars fram í Ölduselslaug, Seljakirkju og í Gróðurhúsinu hljóðveri sem fagnar einmitt 20 ára afmæli sínu í ár.

Á meðal tónlistaratriða í ár má nefna Sóley, Ólöf Arnalds, aYia, Batacuda, RuGl og síðast en ekki síst tékknesku tónlistarkonuna Marketa Irglova sem hefur hlotið Óskarsverðlaun og fjölda annarra viðurkenninga fyrir tónlist sína. Af ýmsum viðburðum má nefna dansnámskeið á vegum Real Collective, myndlistarsmiðju fyrir börn og fjölskyldur þeirra, hljóðinnsetningar og gjörninga í Ölduselslaug og myndlist á vegum NÝLÓ. Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir! Fylgist með nánari upplýsingum á vefsíðu okkar www.breidholtfestival.com og á Facebook síðunni www.facebook.com/breidholtfestival

Tékkneska tónlistarkonan Marketa Irglova hefur hlotið Óskarsverðlaun og fjölda annarra viðurkenninga fyrir tónlist sína. Hún kemur nú fram á Breiðholt Festeval.

You may also like...