Ægisbúar í sveitaútilegu

Myndirnar voru teknar í útilegunni.

Fálkaskátasveitir Ægisbúa, Hafmeyjar og Sjóarar fóru í sveitarútilegu fyrir skömmu og var ferðinni heitið í skátaskálann Þrist undir Mosgarðshnúkum. Ferðin byrjaði á krefjandi göngu að skálanum þar sem ekki var hægt að keyra að skálanum sökum færðar.

Á Laugardeginum fengu skátarnir svo að spreyta sig í ýmsum verkefnum svo sem að höggva eldivið, útbúa snjóhús, sækja vatn í ánna fyrir hádegismatinn eða renna sér. Eftir hádegi var svo haldið í göngu þar sem nýir skátar voru vígðir í skátanna í gömlu draugahúsi. Um kvöldið grilluðu skátarnir og spiluðu þar til þeir skriðu þreyttir ofan í svefnpoka. Útilegan var krefjandi þar sem ekki er rafmagn í skátaskálanum né rennandi vatn og stóðu skátarnir sig með sóma í þessari skemmtilegu ferð.

You may also like...