Heildarárstekjur hæstar á Seltjarnarnesi

Heildarárstekjur fólks voru hæstar á Seltjarnarnesi eða 8,5 milljónir króna að meðaltali á síðasta ári. Tekjur í Garðabæ koma næst á eftir. Þar eru þær að jafnaði um 8,4 milljónir króna. Bolungarvík, með 7,6 milljónir króna, í Kjósarhreppi um 7,3 milljónir og 7,2 milljónir í Kópavogi. Í sjö sveitarfélögum var meðaltal heildartekna undir fimm milljónum króna. Lægstar voru heildartekjur í Akrahreppi í Skagafirði, eða 4,3 milljónir króna og Húnavatnshreppi með 4,4 milljónir. Fjármagnstekjur voru hæstar í Bolungarvík, Seltjarnarnesi og Garðabæ. Yfir milljón króna. Þetta kemur fram í tölum frá Hagstofu Íslands.

Heildarmánaðartekjur helmings landsmanna voru undir 441 þúsund krónur á síðasta ári. Meðaltal atvinnutekna hefur hækkað um 5,5% frá árinu 2017 voru 505  þúsund krónur að meðaltali á mánuði í fyrra. Tekjur háskólamenntaðs fólks voru 54% hærri en tekjur þeirra sem hafa grunnskólamenntun og 30% hærri en þeirra sem lokið hafa menntun á framhaldsskólastigi. Þeir sem lokið hafa við grunnskólamenntun eða minna voru með um 430 þúsund krónur á mánuði að jafnaði sé miðað við miðgildi heildartekna í fyrra. Þeir sem hafa framhaldsskólapróf voru með um 509 þúsund krónur á mánuði. Tölurnar sýna einnig að fólk með starfsnám á framhaldsskólastigi var með 17,4% hærri heildartekjur en fólk með bóknám á framhaldsskólastigi. Fólk með meistaragráðu var með um 23% hærri tekjur en fólk með bakkalárgráðu. Þá höfðu þeir með doktorspróf hæstar tekjur eftir menntunarstigi.

You may also like...