Smiðja um nýsköpun í skólamálum

Gaman í smiðjunni í Gerðubergi.

Nemendur og kennarar í Breiðholti og víðar að settust á rökstóla í Gerðubergi í skemmtilegri smiðju um samfélagslega nýsköpun, var leitað svara við því hvernig draumaskólinn gæti verið. Markmiðið með smiðjunni sem fór fram undir yfirskriftinni Nemandinn sem leiðtogi er annars vegar að kynna fyrir nemendum skapandi lausnir í námi og hins vegar að skoða hvernig hægt er að skapa í skólanum frjótt lærdómssamfélag þar sem allir eiga jafnan tillögurétt.

Skóla- og frístundasvið og Argyll Centre í Edmonton í Kanada stóðu sameiginlega að þessari tveggja daga smiðju sem haldin var í tengslum við innleiðingu menntastefnunnar Látum draumana rætast. Allir skemmtu sér vel í umræðum og leik í þessari vinnusmiðju þar sem unnið var með kubba, myndir, hreyfingu, orð og skapandi lausnir. Fjölmargar hugmyndir um draumaskólann voru settar fram á fyrsta degi smiðjunnar.

You may also like...