Rímnaflæði & stíll í félagsmiðstöðvunum

Midberg Rimnaflædi 1 1

Sigurgeir Andri, Helgi Björn og Andri Snær tóku þátt í rímnaflæði í Hundrað&Ellefu.

HipHop vika í Félagsmiðstöðinni Hundrað&Ellefu vikuna 24. til 28. nóvember. Við vorum með útvarpsstöð þar sem unglingarnir fengu að spreyta sig í útvarpinu, fría hip hop danskennslu, graffiti kvöld og endaði svo vikan á Rímnaflæði.

Rímnaflæði hefur verið haldið í Miðbergi í samstarfi við Samfés í þó nokkur ár. Breiðholtið átti þátttakendur í ár. Þeir voru Sigurgeir Andri, Helgi Björn og Andri Snær, allir nemendur við Hólabrekkuskóla. Þeir drengir ákváðu að skrá sig til leiks á seinustu stundu, það kom þó ekki að sök þar sem þeir lentu í 3. sæti. Virkilega flottur texti hjá þeim og flott framkoma. Viljum við óska strákunum innilega til hamingju, þeir eiga greinilega framtíðina fyrir sér í rappinu.

Förðunar- og fatahönnunarkeppni

Daginn eftir Rímnaflæði, laugardaginn 29. nóvember var Stíll – hár, förðunar og fatahönnunar keppni sem Samfés stendur einnig fyrir. Tæp 50 lið tóku þátt og var sýningin ein sú glæsilegasta. Þær Sara Minh, Kinga Maria og Sveinbjörg sem allar eru nemendur í Fellaskóla fóru fyrir hönd Breiðholtsins og lentu þær í 5. sæti sem er alveg stórkostlegur árangur. Óskum við stelpunum innilega til hamingju með árangurinn og það er greinilegt að þær eiga framtíðina fyrir sér á sviði hönnunar.

Midberg Still 1 1

Förðunar- og fatahönnunarsýningin var glæsileg.

Sigga Dögg spjallaði um kynjafræði

Annars er desember genginn í garð sem er afskaplega ljúfur og notalegur mánuður hjá okkur. Við í Hundrað&Ellefu byrjuðum mánuðinn á stráka og stelpukvöldum þar sem kynfræðingurinn Sigga Dögg kom og spjallaði við unglingana og var með sinn stórskemmtilega fyrirlestur og umræður. Svo er algjört jólaþema hjá okkur framundan, jólaföndur, jólaskreyta, mála piparkökur, horfa á jólamynd, jólabæjarferð og margt margt fleira.

Tíu 12 aftur opnað

Tíu12 hefur opnað í Hólmaseli eftir nokkra bið vegna framkvæmda sem hafa verið í húsinu síðastliðna mánuði. Mætingin í tíu12 hefur verið framar vonum, en alls mættu um 200 krakkar fyrstu vikuna. Opnunartíminn er á þriðjudögum fyrir 5. og 6. Bekk kl. 15 til 17 og á fimmtudögum fyrir 7.bekk á sama tíma, 15 til 17. Svo viljum við óska öllum Breiðholtsbúum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Takk fyrir það liðna. Starfsfólk félagsmiðstöðvanna í Breiðholti.

 

You may also like...