Ómenning við íþróttahúsið

BílastæðiTíðindamenn Nesfrétta eiga oft leið um Suðurströndina og hafa á ferðum sínum veitt athygli ómenningu bifreiðaeigenda þegar kemur að því að leggja við íþróttahúsið og World Class.

Á meðfylgjandi mynd er bílum lagt upp á gangstéttir, og tveir eru upp á hringtorgi. Þar fyrir utan er oft lagt fyrir framan vatnshanann sem stendur upp við World Class. Benda má á að mörg stæði eru við Tónó, Való og leikskólann sem hægt er að nota. Fólk sem er að leggja leið sína í hreyfingu og líkamsstyrkingu ætti ekki að muna um að rölta nokkra metra frá þessum bílastæðum í stað þess að troða bifreiðum hverri upp við aðra – jafnvel á stéttum sem eingöngu eru ætlaðar gangandi fólki. Ómenning getur falist í ýmsu. Líka í því hvernig fólk gengur frá ökutækjum sínum.

You may also like...