Viðgerðir á húsnæði grunnskólans þola enga bið

Þjónustusamningur við Ístak

Bæjarráð Seltjarnarnesbæjar hefur samþykkt veita bæjarstjóra umboð til að gera þjónustusamning við Ístak hf. vegna viðgerða á rakaskemmdum í skólahúsnæði Grunnskóla Seltjarnarness. Bæjarstjóri mun hafa samráð við lögmann bæjarins auk sviðsstjóra Skipulags- og umhverfissviðs varðandi útfærslu þjónustusamningsins. 

Þór Sigurgeirsson bæjarstjóri segir að í ljósi þeirra niðurstaðna sem koma fram í skýrslu Eflu um rakaskemmdir í skólahúsnæði Grunnskóla Seltjarnarness meti bæjarráð málið þannig að um neyð sé að ræða og að hefja þurfi verkið þegar í stað og án neins dráttar. Ég vatt mér strax í þetta verk og samdi við Ístak til vinna það. Þetta tekur eðlilega í. En um annað er ekki að gera. Við verðum að hafa hraðar hendur og koma skólahúsnæðinu í lag hið fyrsta sagði Þór í óformlegu spjallið við Nesfréttir.

You may also like...