Safnanótt og Sundlaugapartý á Seltjarnarnesi

SundlaugapartySeltjarnarnesbær tekur virkan þátt í Vetrarhátíð dagana 5. til 8. febrúar með þéttri, fjölskylduvænni og ókeypis dagskrá í Bókasafni Seltjarnarness og Sundlaug Seltjarnarness.

Nánari upplýsingar um alla viðburði Vetrarhátíðar má finna á vetrarhatid.is safnanótt. Nýr og glæsilegur sýningarsalur, Gallerí Grótta, verður opnaður á Safnanótt föstudaginn 6. febrúar í Bókasafni Seltjarnarness. Fyrsti listamaðurinn til að sýna í salnum er myndlistar- og tónlistarmaðurinn Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir meðlimur í hljómsveitinni FM Belfast.

Safnanótt stendur frá kl. 19-24 og er lögð áhersla að allir finni þar eitthvað við sitt hæfi, en diskótaktur og diskóljós er undirliggjandi þema næturinnar.

Dagskrá:

19:00: Sýningaropnun í Gallerí Gróttu. Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir – Haugurinn.

19:30: Vísinda Villi býður upp á æsispennandi tilraunir og fróðleik.

19:00-21:00: Opin diskó-handverks smiðja fyrir börn og foreldra.

20:30: Grease-elding. Helga Laufey Finnbogadóttir og nemendur úr Tónlistarskóli Seltjarnarness með atriði úr Grease.

21:30: Diskódans – Sýningaratriði og danskennsla fyrir alla.

22-23: Lóa Hlín verður með leiðsögn í Gallerí Gróttu.

Safnanótt fer fram í öllum söfnum höfuðborgarsvæðisins kl. 19-24 og sér safnastrætó um að flytja gesti á milli staða þeim að kostnaðarlausu. Safnanæturleikurinn verður í gangi þar sem vegleg verðlaun eru í boði. Sundlaug Seltjarnarness býður öllum ókeypis í sund á Sundlauganótt sem haldin verður laugardagskvöldið 7. febrúar frá kl. 20 til 24. Sundlaugarnóttinn hefst með sundlaugafloti kl. 20 en frá kl. 20:30 færist fjör í leikinn þar sem fulltrúar úr Ungmennaráði Seltjarnarness og Selinu sjá um dagskrá til miðnættis.

You may also like...