Húsgögn nemenda endurnýjuð í Való

Nýju húsgögnin í  Valhúsaskóla.

Nemendur Valhúsaskóla hafa nú fengið ný borð og stóla en húsgögnin voru endurnýjuð í byrjun skólaársins. Fyrir valinu varð einn vinsælasti nemendastóllinn hjá Pennanum. 

Samstillt átak nemenda og starfsmanna þjónustumiðstöðvarinnar tryggði það að allt gekk hratt og vel fyrir sig við að flytja gömlu húsgögnin út úr skólanum og flytja þau nýju inn eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Upplifun nemenda og kennara af notkun stólanna hefur verið afar jákvæð.

You may also like...