Ungmennaráðið hlaut nýsköpunarviðurkenningu

Ungmennarad

Ungmennaráð Seltjarnarness hlaut nýsköpunarviðurkenningu í opinberri þjónustu og stjórnsýslu í síðastliðnum mánuði og fór afhending viðurkenningarinnar fór fram á ráðstefnu á Grand hótel.

Þetta er í fjórða sinn sem nýsköpunarverkefni í opinberri stjórnsýslu hljóta viðurkenningu og verðlaun, en önnur tvö verkefni á vegum Seltjarnarnesbæjar voru einnig tilnefnd. Að viðurkenningum og verðlaunum standa Rannís, Samband íslenskra sveitarfélaga, Félag forstöðumanna ríkisstofnana, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Háskóli Íslands og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Í rökstuðningi dómnefndar segir um valið á Ungmennaráðinu: „Að mati valnefndar er þarna um að ræða lausnarmiðað verkefni sem fólst í því að breyta fyrirkomulagi þess til að virkja fleiri ungmenni til þátttöku í sveitarfélaginu. Verkefnið snýst um að taka ungmennaráðið úr hefðbundnu nefndarfyrirkomulagi með lokuðu ráði og opna fyrir frekari þátttöku allra þeirra sem vilja taka þátt. Um er að ræða verkefni sem grundvallast á hugmyndum um beinna lýðræði og samvinnu sem hefur virkjað mun fleiri til þátttöku í verkefnum Ungmennaráðsins en ella hefði orðið. Jafnframt styrkir það innbyrðis tengsl ungmenna annars vegar og tengsl þeirra við ýmsar stofnanir og félagasamtök í bænum hins vegar.”

You may also like...