Fjölmenni í Jónsmessugöngunni

Fjölmenni var í Jónsmessugöngunni sem haldin var mánudaginn 24. júní sl. þar sem genginn var þægilegur hringur um náttúruperluna í Suðurnesjunum. Gangan hófst við Hákarlaskúrinn við Norðurströnd þar sem boðið var upp a hákarl og brennivín áður en lengra var haldið.

Síðan var staðnæmst við fiskitrönurnar og lögguhliðið sem hafa verið endurbætt. Þar sagði Guðmundur Jón Helgason betur þekktur sem Jóndi sögu þeirra og frá fleiri markverðum stöðum á leiðinni auk þess að sýna hvar æskuheimili sitt þar sem hinn sögufrægi Nýibær stóð. Því næst lá leiðin að Nesstofu þar sem að hjónin Haraldur Jóhannsson eða Halli í Nesi og Fjóla G. Friðriksdóttir sögðu m.a. frá tíma sínum þar en Halli ólst upp í Nesstofu og þar byrjuðu þau hjónin að búa auk þess sem Ólöf, móðir Haraldar var síðasti ábúandinn í Nesstofu. Jónsmessugöngunni lauk svo á nýja torginu við hjúkrunarheimilið Seltjörn þar sem að boðið var upp á veitingar frá hitaveitunni og Bjarki Harðarson spilaði skemmtileg lög á harmonikkuna sem allir gátu sungið við. Göngugestum bauðst einnig að skoða dagdvöl hjúkrunarheimilisins þar sem Kristján Sigurðsson stjórnandi sagði frá því hvernig gengur á heimilinu. Að síðustu var gengið upp á þakið þar sem hægt er að njóta útsýnis í allar átti og þar lauk Jónsmessugöngunni.

You may also like...