Finndu þinn “X – Factor” fyrir konur af erlendum uppruna

X Factor 1

Rúna Magnús og Mirela Protopapa.

Námskeiðið “Finndu þinn X-Factor” með Rúnu Magnús var haldið nýega í tengslum við Menntun núna verkefnið fyrir konur af erlendum uppruna í Gerðubergi.

Blaðamaður Breiðholtsblaðsins leit við á lokadegi þess sl. laugardag. Þátttakendur voru mjög ánægðar með námskeiðið sem snýr að því að móta sér framtíðarsýn, vinna með styrkleika sína og vinna með sína persónulegu markaðssetningu. Á lokadeginum tóku þátttakendur saman reynslu sína af síðstu tveimur námskeiðisdögum, lýstu sjálfri sér og spreyttu sig á því að búa til sinn eigin kynningartexta eða svokallaða lyfturæðu. Lyfturæða er það þegar þú lýsir eiginleikum þínum og markmiðum fyrir viðskiptavini, vinnuveitanda eða fjárfesti á 60 sekúndum Góð stemming var í hópnum og margir innan hans hafa áhuga á að miðla þekkingu sinni áfram til annarra kvenna í kringum sig. Í síðasta tímanum var aðferðafræði “mastermind” kynnt fyrir þátttakendum og þeim gafst tækifæri á að eiga sæti í slíkum hópi þar sem markmiðið er að halda áfram að styrkja og styðja við áætlanir og markmið hverrar einnar í hópnum með vikulegum skipulögðum fundum. Kennari og umsjónarkona námskeiðsins, Rúna Magnús og Mirela Protopapa, voru mjög ánægðar með árangurinn af námskeiðinu en markmið þess var ekki síst að styrkja forystukonur úr hópi innflytjenda í borginni en meðal þátttakenda var Marina de Quintanilha e Mendonca formaður Fjölmenningarráðs borgarinnar og Renata Emilsson Pesková formaður stjórnar Móðurmáls, samtaka um tvítyngi. Það var virkilega gaman að fá að líta við á námskeiðinu en sjálf fór ég þaðan út með drög að lyfturæðu.

You may also like...