Farið í deiliskipulag vegna nýs leikskóla

Verðlaunatillagan frá Andrúm arkitektum.

Skipulags- og umferðarnefnd Seltjarnarness telur að ekki þurfi að breyta aðalskipulagi bæjarins við hönnun á nýjum leikskóla. 

Bæjarstjóri hefur lagt til að farið verði í vinnu við gerð deiliskipulags og að Andrúm arkitektar verði fengnir til að vinna verkið. Bæjarráð samþykkir að vinna við deiliskipulag verði sett í gang strax.

You may also like...