Þorrasel flytur á Vesturgötu 7
Starfsemi Þorrasels sem hefur farið fram í húsnæði við Þorragötu 3 verður flutt á Vesturgötu 7.
Í frétt frá Reykjavíkurborg kemur fram að með því að flytja selið í stærra húsnæði verði hægt að nýta dagdeildina betur og veita fleiri öldruðum þjónujstu og stuðning til að búa heima og bjóða þeim þátttöku í félagsstarfi. Á Vesturgötu 7 er mötuneyti, setustofa, handavinnustofa, salur til líkamsþjálfunar, hvíldarherbergi og síðast en ekki síst skjólgóður garður með bekkjum þar sem hægt er að njóta útiveru. Heldri borgarar sem sækja dagdvölina í Þorrasel eru úr öllum hverfum borgarinnar. Íbúar við Þorragötu 3 verða ekki fyrir neinni skerðingu á þjónustu sem heyrir undir húsið þar sem eru íbúðir fyrir aldraða. Flutningur starfeminnar frá Þorragötu á Vesturgötu tengist ekki sameiningu heimahjúkrunar og félagslegrar heimaþjónustu í vesturhluta borgarinnar en það er sú starfssemi sem nú er lagt til að geti komið í húsnæðið að Þorragötu 3 í stað Þorrasels.