Mikill meirihluti vill sumarlokun bílaumferðar á Laugavegi

Laugavegur Sumardagur 2 1

Gangandi vegfarendur á bíllausum hluta Laugavegs að sumarlagi.

„Þessi tilraun til að gera Laugaveginn mann- og vistvænni með hlutalokun fyrir bílaumferð yfir sumarið hefur staðið í fimm ár. Niðurstaða þjónustukönnunar staðfestir það sem við töldum okkur vita óformlega að á meðal borgarbúa ríki nokkuð almenn ánægja um þetta fyrirkomulag. Við erum þess þó meðvitaðir að nokkrir verslunarmenn við Laugaveg telja að lokunum dragi úr viðskiptum við götuna,“ segir Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í samtali við Vesturbæjarblaðið.

Samtök kaupmanna og fast-eignaeigenda við Laugaveg eru ósátt við hugmyndir um að hluta Laugavegar verði lokað fyrir bílaumferð í fimm mánuði í sumar, frá 1. maí til 1. október. Í ályktun frá samtökunum segir að hafi áður bent á skaðleg áhrif lokunar á verslun við Íslendinga. Þá hafi samtökin kært fyrri ákvörðun borg-arinnar um lokun til innanríkisráðuneytisins. Samtök kaupmanna og fasteignaeigenda við Laugaveg segja fráleitt að rætt sé um lokun áður en ráðuneytið hafi komist að niðurstöðu. Þá segir í ályktuninni að réttast sé að kaupmenn og eigendur atvinnuhúsnæðis á svæðinu greiði atkvæði um málið ef borgaryfirvöld hafi áhuga á lokun gatna.

Um 57% vilja sumarlokanir

Í þjónustukönnun kemur fram að um 75% borgarbúa eru ánægðir með sumarlokanir, 16% eru hvorki ánægðir né óánægðir og aðeins um 9% kváðust óánægðir sem eru mjög afgerandi niðurstöður. „Ég túlka þetta þannig að borgin sé á rétti leið en vissulega eru skiptar skoðanir um þetta á meðal kaupmann við Laugaveginn. Yngri kaupmenn eru hlynntari lokuninni þótt þessi sjónarmið fari ekki alfarið eftir aldri. Ég stakk upp á því um daginn að taka aðeins stærra skref í ljósi fenginnar reynslu og niðurstöðu þjónustukönnuarinnar. Að lengja lokunartíma bílaumferðar í tímabilið frá fyrsta maí til fyrsta október. Hjálmar kveðst sjá þetta þannig fyrir sér að hafa þann hátt á næstu þrjú sumur að þeim tíma liðnum verði að vega og meta hvort þetta hafi tekist vel og ástæða gæti verið til að halda áfram með samskonar lokanir eða hvort ástæða sé til lengja bíllausu götuna og þá hugsanlega upp að Frakkastíg. Svo er hinn möguleikinn að eftir þrjú ár finnist fólki þetta fyrirkomulag ómögulegt þótt ég hafi ekki trú á að svo verði. Við erum að horfa til borga sem hafa metnað í borgarmálum til þess að skapa meira rými fyrir vegfarendur og gera götuna meira aðlaðandi. Í þessu sambandi er líka rétt að hafa í huga að gatan verður opin bílaumferð á morgnana – jafnvel til kl. 12 á hádegi og er þá einkum verið að hugsa um aðdrætti fyrir þá starfsemi sem er við þennan hluta Laugarvegarins. Þá vil ég geta þess að séð verður til þess í náinni samvinnu við ferlinefnd og Öryrkjabandalagið að greiða fyrir aðgengi fatlaðra og bílastæðum fyrir hreyfihamlaða verður komið fyrir í tengslum við göngugötukaflann. Þá er einnig rætt um að takmarka ferðir rútubíla og maxitaxa þannig að settar verði þungatakmarkanir á umferð slíkra bíla og þá miðað við þriggja til þriggja og hálfs tonna heildarþyngd. Akstur þeirra til og frá hótelum og gistiheimilum þar sem oft er verið að aka farþegum um mjög skammar vegalengdir er farin að skapa veruleg vandamál í miðborginni,“ segir Hjálmar Sveinsson.

You may also like...