Er Breiðholt skapað af Breiðhyltingum

Nochole 2 1

Nichole Leigh Mosty formaður hverfisráðs á vettvangi framkvæmda í Breiðholti.

… eftir Nochole Leigh Mosty formann hverfisráðs Breiðholts.

Þegar við hugsum um lýðræði kemur oftast í huga okkar kosningar, meirihluti ræður og réttur til að tjá skoðanir. Hvað með hlutverk hvers og eins í að skapa lýðræðislegt samfélag?

Getum við ekki gert meira en að mæta á kjörstaðinn þegar hann er kominn í okkar hverfi? Er nóg að sitja bara og gagnrýna meirihluta í kjörstjórn með þann tilgang að ,,halda meiri hlutanum á tánum.” Er hægt að krefjast þess að hlutir verða gerðir án þess að taka sjálf þátt? Svo þarf líka að velta fyrir sér hvaða tækifæri bjóðast okkur til að taka þátt fyrir alvöru til að skapa lýðræðislegt samfélag? Án þess að við vitum af því, erum við að skapa lýðræðislegt samfélag í hvert skipti sem við gerum eitthvað sem hefur áhrif á hverfið okkar. Segjum svo að okkar áform séu eingöngu tengd okkar eigin hagsmunum, við gerum allt til þess að bæta elsku besta Breiðholt okkar og það styrkir lýðræðislegan vettvang. Við mættum einnig binda vonir við þá hugmynd að ef við myndum gera eitthvað þá færi keðjuverkun af stað og fleiri íbúar myndu virkjast. Ég vil beina athygli ykkar að tengslum á milli lýðræðis og fyrirbæris sem heitir sjálfbærni. Sjálfbærni er hægt að lýsa sem heild af fólki sem vilji bæta líf þeirra og annarra í kringum þá, bæði umhverfislega og samfélagslega. John F. Kennedy (afsakið mig, en nú munu rætur mínar skína í gegn…) sagði ,,Ask not what your country can do for you, ask what you can do for your country.” Ég segi það sama hér kæru Breiðhyltingar, hvað viljið þið gera fyrir Breiðholtið? Ég veit að þið viljið að mikið sé gert, ég sé það á Facebook og heyri það þegar við hittumst á götum hér í hverfinu. En hvað eru þið reiðubúin að leggja að mörkum?

Styrkir úr hverfissjóði

Núna er auglýstir styrkir úr hverfissjóði sem við munum afgreiða í hverfisráði. Ég hef miklar væntingar um mikið umsóknaflóð þar sem ég hef bæði heyrt og séð alls konar hugmyndir fljúga um hverfið. Tilgangur hverfissjóðsins er styðja við verkefni sem stuðla að bættu mannlífi og eflingu félagsauðs, fegurri ásýnd borgarhverfa, auknu öryggi, og samstarfi íbúa, félagssamtaka eða fyrirtækja við borgarstofnanir. Fyrir tveimur árum sótti ég um styrk úr hverfissjóði til þess að koma af stað íslenskunámskeiði fyrir foreldra af erlendum uppruna. Námskeiðið er enn í fullum gangi og nokkrir af þessum flottu foreldrum eru nú farin að vinna og notast eingöngu við íslensku í þeirra starfi. Vegna þessa verkefnis fékk ég sjálf fleiri tækifæri til þess að prófa mig áfram með Breiðholt og samfélagið sem heild. Ef ég hefði ekki þorað að láta á reyna og hefði ekki sótt um styrk hjá hverfissjóði, efast ég um að ég væri að skrifa þessa grein í dag.

Breiðholts festival

Nú þegar erum við með fullt af flottu sjálfbæru fólki í hverfinu sem err tilbúið að leggja eitthvað á sig í þeim tilgangi að bæta Breiðholt. Bedroom Communities plötuútgáfan fékk fyrsta styrkinn sem hverfisráð úthlutaði á árinu. Meg Horan, Valgeir Sigurðsson og Sigríður Sunna Reynisdóttir vilja vekja athygli á þeim fjölmörgu listamönnum sem koma úr Breiðholti og kynna þá listsköpun sem fer fram í hverfinu með því að halda ,,Breiðholts Festival”. Hátíðin verður haldin í fyrsta skipti í sumar í Seljahverfi, en við skulum ræða það betur þegar nær dregur! Fleiri einstaklingar hafa einnig lagt sitt að mörkum til þess að skapa betra Breiðholt. Hafdís Jónsdóttir og Björk Þorgeirsdóttir hafa lagt mikla orka í mótun Breiðholtsmarkaðs og hafa haldið hann í nokkur skipti. í Seljahverfi hafa safnast saman einstaklingar sem starfrækja borgarbýli eða sjálfbæra matarræktun Seljagarði. Aðalheiður Hannesdóttir vinnur að því að setja saman fámenna hópa sem eiga það sameiginlegt að hafa áhuga að halda hverfinu okkar snyrtilegu. Foreldrafélög grunnskóla í Breiðholti eru að koma af stað samstarfsverkefni um foreldrarölt sem mun efla öryggis- og eftirlitsvitund barna okkar og unglinga í garð náungans og umhverfisins almennt. Hér eru bara nokkur dæmi sem hægt er nefna en ég veit að til eru fleiri öflugir einstaklingar sem eru að gera góðu hluti. Ég vil samt hvetja fleiri til að koma hlutum af stað. Ég vil einnig ýta á fólk að leita eftir stuðningi og aðstoð frá okkur í hverfisráði til þess að móta Breiðholt eftir ykkar hugmyndum. Við viljum styðja við sjálfbærni og bæta hverfið okkar. Með auknu samstarfi íbúa í hverfinu um þróun nærsamfélags hrindir það af stað lýðræðislegri byltingu. Raddir okkar munu heyrast hærra ef við virkjum hverfið og íbúa þess í stað þess að sitja með heiminn á herðum sér og kvarta og mótmæla.

Dagur kynnir hverfisskipulag

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri kemur til okkur í apríllok og þá mun hann kynna fyrir okkur hverfisskipulag og standa að hverfisfundi með okkur. Þá skulum við taka vel á móti honum og kynna fyrir honum hugmyndir okkar um hvernig við viljum hafa hverfið og hvert við stefnum sem sjálfbært Breiðholt. Endilega notfærið ykkur það tækifæri til þess að efla lýðræðilegt samfélag með því að taka virkan þátt í að bæta og breyta hverfinu okkar. Beitið röddunum ykkar og skapið ykkar Breiðholt. Sækið um styrk og látið hugmyndir ykkar verða að veruleika.

You may also like...