Kaldalón byggir í Vesturbugt

Tölvumynd af fyrirhuguðum byggingum í Vesturbugt.

Kaldalón byggingar hf. hefur eignast meirihlutann í Vesturbugt eignarhaldsfélagi ehf. Kaldalón hyggst reisa 176 íbúðir og ásamt verslunar og þjónusturými í Vesturbugt við Reykjavíkurhöfn, milli Slippsins og Mýrargötu 26. Ráðgert er að verkefnið í heild muni kosta um 10 milljarða króna.  

Gerir ráð fyrir að Kaldalón muni alls leggja á bilinu einn til tvo milljarða króna í hlutafé vegna framkvæmda við Vesturbugt og muni eignast 80% hlut í verkefninu.

Óvissa hefur verið um framkvæmdir í Vesturbugtinni. Framkvæmdir áttu að hefjast um mitt síðasta ár en fjármögnun vegna verkefnisins gekk ekki eftir því viðskiptabanki félagsins Vesturbugtar dró vilyrði fyrir fjármögunum til baka. Reykjavíkurborg veitti þá félaginu sex mánaða frest til viðbótar því sem kveðið var á um í samningum. Eftir það var gengið til samninga við Kviku banka og á liðnu hausti var ákveðið að bankinn myndi afla framkvæmdafjár til verksins. Gert er ráð fyrir að íbúðir og annað húsnæði í Vesturbugt verði tilbúið til sölu eftir þrjú til fjögur ár.

You may also like...