Velheppnuð hátíð á Sumardaginn fyrsta
Margt var um manninn á Sumardaginn fyrsta í Vesturbænum og var ekki hægt að sjá annað en að fólk skemmti sér afar vel.
Þetta er sennilega ein stærsta hátíðin sem hefur verið í Vesturbænum á Sumardaginn fyrsta síðustu ár. Afar fjölbreytt dagskrá var í boði og gátu flestir fundið eitthvað við sitt hæfi. Það voru hin ýmsu félagasamtök í Vesturbænum sem héldu utan um dagskrána líkt og síðastliðin ár. Skipuleggjendum hátíðarinnar langar að þakka öllum þeim sem á einn eða annan hátt komu að hátíðinni, hvort sem það var með styrkjum, vinnuframlagi eða komu bara til að skemmta sér.