Bike Cave – nýtt kaffihús við Einarsnes

Bike Cave 1

Vespurnar standa tilbúnar fyrir fram Bike Cave við Einarsnesið.

Bike Cave opnaði nýlega í Skerfafirðinum við Einarsnes 36 þar sem Skerjaver var á sínum tíma en sú verslun lokaði 2007.

Bike Cave er kaffihús, veitingastaður og bar fyrir allt venjulegt fólk sem hefur gaman af því að setjast niður og njóta lífsins á kósý stað. Eigendur hins nýja staðar leggja upp með að hafa mat og drykki á mjög sanngjörnu verði og eingöngu er matreitt úr úrvals hráefni. Kaffivélin skaffar gott kaffi úr baunum frá Kaffitári og með því er hægt að fá einhverjar bestu vöfflur á Íslandi. Þá er hægt að leigja vespur í Bike Cave sem er ótrúlega skemmtileg tilbreyting og eiginlega nýjung í kaffihúsarekstri hér á landi. Þá er sjálfsþjónustuaðstaða fyrir hjólafólk, allt frá þríhjólum til mótorhjóla og möguleiki er á aðstoð við viðgerðir. Bike Cave er opið er alla daga vikunnar frá 8 til 23. Heimasíðan er www.bikecave.is þar sem má sjá nánar hvað boðið er upp á í þessu gamla og vinalega húsi.

You may also like...