Náttúruhús á Seltjarnarnesi

Ákveðið hefur verið að Náttúruhús rísi á Seltjarnarnesi. Kjarni þess yrði bygging sem kennd er við Lækningaminjasafnið og stendur ófullgerð á safasvæði Nessins. Hún er um 1360 fermetrar að gólffleti, jarðhæð og kjallari, hálfbyggð og því auðvelt að laga hana að þörfum safnsins til næstu ára. 

Til að svara þörfum safnsins til lengri tíma eru áhugaverðir möguleikar fyrir hendi til að stækka húsið. Þá eru fyrir hendi möguleikar á nýtingu á Nesstofu í samráði við Þjóðminjasafn Íslands og fræðasetursins í Gróttu sem er í eigu Seltjarnarnesbæjar. „Rísi Náttúruhús á Nesinu sér fyrir endann á langri og strangri baráttu fyrir viðunandi aðstöðu fyrir höfuðsafn þjóðarinnar í náttúrufræðum,“ segir Hilmar J. Malmquist forstöðumaður safnsins.

You may also like...