Sótt um styrk til Nordic Built vegna Eiðistorgs

Eidistorg

Seltjarnarnesbær hefur leitað til Nordic Built sem er norrænn sjóður sem styrkir hugmyndasamkeppni og deiliskipulagsvinnu fyrir miðborgir og bæi um styrkveitingu vegna skipulags miðbæjar á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi.

Stefán Gunnar Thors umhverfishagfræðingur frá VSÓ kynnti umsóknina til Nordic Built til að styrkja nálgun verkefnis. Skipulags- og umferðarnefnd samþykktu drög að umsókninni og bæjarstjórn samþykkti síðan afgreiðslu skipulags- og umferðarnefndar.

You may also like...