Um 30 ný bílastæði við sundlaugina

Bílastæði sundlaug

Fjölgun stæða og öruggari akstursskilyrði eru komin til að vera við sundlaugina og íþróttahúsið á Seltjarnarnesi.

Eins og glöggir Nesbúar hafa tekið eftir hefur bílastæðið tekið miklum stakkaskiptum. VSÓ ráðgjöf sá um endurhönnun stæðisins en eftir breytingarnar fjölgaði stæðunum um þrjátíu auk þess sem umferðin gengur núna mun liðlegar fyrir sig en áður. Akstursstefna er nú í eina átt frá hvorum enda bílastæðisins sem gerir það að verkum að skilyrði eru öruggari fyrir bæði ökumenn og gangandi vegfarendur.

You may also like...