Nikkuballið í sól og blíðu

Nikkuballid-2

Ungmennaráð Seltjarnarness bauð bæjarbúum á hið árlega Nikkuball í brakandi sólskini og blíðu.

Þetta var í sjötta sinn sem Nikkuballið var haldið en það fer jafnan fram við björgunarsveitarhúsið Gaujabúð. Reynir Jónasson lék á nikkuna og listahópur Seltjarnesbæjar, Súkkuliðið, tróð upp. Ungmennaráðið bauð upp á vöfflur og kaffi sem gestir tóku fagnandi og nutu utandyra. Ungmennaráðið á mikinn heiður skilinn fyrir framtakssemi sína og umhyggju gagnvart eldri borgurum bæjarins en unun var að fylgjast með þeim sveifla sér saman á planinu.

You may also like...