Uppfinningaskólinn í FB

FB-Uppfinningaskoli 1

Hér eru krakkarnir ásamt leiðbeinendum með útskriftarskírteini sín.

Nýlokið er skemmtilegu og skapandi námskeiði í Uppfinningaskólanum sem haldið var í FB nú í ágúst.

Þar komu ungir krakkar hugmyndum sínum í framkvæmd og tóku fyrstu skrefin sem hugvitsmenn og frumkvöðlar. Krakkarnir bjuggu til líkön og frumgerðir og kynntu afurðir sínar á lokadegi námskeiðsins fyrir foreldrum og öðrum áhugasömum gestum. Það er frumkvöðlafyrirtækið INNOENT ( www.innoent.is ) á Íslandi sem stóð að námskeiðinu í samvinnu við FB og Fab Lab Reykjavík. Notast var við námstæki og efni INNOENT Education og felur það í sér veflægar vinnustofur, snjallforrit, spil og aðra leiki. Stefnt er að því að halda fleiri námskeið og þá hugsanlega einnig námskeið fyrir foreldra.

You may also like...