Gríðarleg fjölgun í Melaskóla

Melaskóli

Í haust voru hátt á sjöunda hundrað börn skráð í Melaskóla eða um 660 talsins. Fyrir tveimur árum voru um 550 börn skráð í skólann.

Þetta þýðir að um eitt hundrað fleiri nemendur eru nú skráið til náms í Melaskóla en haustið 2013 sem er gríðarleg fjölgun eða um allt að fimmtung. Þetta segir nokkuð um íbúaþróun í Vesturbænum vestan Hringbrautar á þessum tíma. Fólki með börn virðist fara fjölgandi enda hverfið afar vinsælt til búsetu og næstum slegist um hverja íbúð sem kemur í sölu. Melaskóli á sér um 70 ára sögu sem einn fremsti barna- og síðar grunnskóli landsins og kann gott skólaumhverfi að hafa nokkur áhrif á vinsældir hverfisins. Á Melunum er góð aðstaða fyrir börn að fara í skólann hvort sem er gangandi eða hjólandi og flestar vegalengdir mjög greiðfærar. Það eykur öryggi foreldra og dregur verulega úr óþörfum akstri vélknúinna ökutækja um hverfið. Melaskóla er fimm bekkja skóli með börn á yngsta stigi og miðstigi en eftir það tekur Hagaskóli við sem stendur nokkru vestar aða vestan við Háskólabíó þaðan sem nemendur af Högum og Melum ljúka grunnskólaprófi. Vissulega er orðið þröngt á þingi í Melaskóla en með góðri skipulagningu skólastjórnenda hefur tekið að finna öllum nemendur frá fyrsta til fimmta bekkjar rúm í skólanum.

You may also like...