Gleði og góðviðri á Stýrimannastígnum

Styro 1 1

Jón Gunnar Schram skálar við nokkra gesti á Stýrimannstígnum.

Líf og fjör var á Stýrimannastígnum einn fagran dag í sumar. Þá fögnuðu íbúar, nágrannar og gestir sumrinu og góðu samfélagi við þessa fallegu götu.

Hátíðin hófst með því að ungir piltar gengu niður stíginn og slógu í gong. Jóhanna Kristjánsdóttir sagði frá merkri sögu fólksins síns á Stýrimannastíg 7 og fleiri sögðu sögur úr hverfinu. Ragna Árnadóttir fyrrum dómsmálaráðherra var veislustjóri og færði hún Hildi Pálsdóttur veglegan blómvönd frá íbúunum. Hildur er elsti íbúinn við Stýrimannastíginn og mun fagna 99 árunum í vetrarbyrjun. Hildur flutti hingað á stíginn fyrir rúmlega hálfri öld með manni sínum heitnum, Halldóri Þorbjörnssyni hæstaréttardómara og Unni dóttur sinni. Ragna sagði að íbúana langaði með þessu að þakka Hildi fyrir allt. Hún væri leiftrandi skemmtileg, jákvæð og dugleg. Engin elli kerling þar á bæ. Það er lýsandi fyrir Hildi að það var hún sem bauð nágrönnunum inn til sín í eftirveislu. Það urðu svo fagnaðarfundir þegar Pétur Emilsson, fyrrverandi kaupmaður í Pétursbúð á Ægisgötunni kom við og heilsaði upp á fyrrverandi viðskiptavini sína. Á Stýrimannastígnum er sannarlega gott samfélag – eiginlega eins og stórfjölskylda.

Styro 2 1

Ragna Árnadóttir fyrrverandi ráðherra og Hildur Pálsdóttur elsti íbúi götunnar 99 ára.

Styro 3 1

You may also like...